Geðhjálp með fund í Arnardrangi í kvöld
�?ér er boðið á opinn kynningarfund um Geðhjálp í Lionssalnum, Arnardrangi við Hilmisgötu fimmtudaginn 29. október kl. 20.00 til 21.30. Hrannar Jónsson, formaður, og Anna G. �?lafsdóttir, framkvæmdastjóri, segja frá markmiði og starfsemi félagsins. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Kaffi & spjall í lok fundar.
Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta birtist eftirfarandi grein eftir framkvæmdastjóra Geðhjálpar, �?nnu Gunnhildi �?lafsdóttur
Er Geðhjálp eitthvað fyrir mig?
Stutta svarið við þessari spurningu er �?? já. �?ll búum við bæði að andlegri og líkamlegri heilsu og þurfum ekki síður að láta okkur annt um andlega heilsu okkar en líkamlega heilsu. Geðhjálp vinnur ekki aðeins að almennri geðrækt því að eitt af markmiðum samtakanna er að berjast fyrir viðeigandi þjónustu fyrir fólk með andlega erfiðleika. Geðrænir erfiðleikar eru algengari en margir halda. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur gefið út að 22-25% af öllum íbúum í hinum vestræna heimi upplifi einkenni geðraskana eins og þunglyndis eða kvíða einhvern tíma á ævinni. Oft koma slík einkenni upp í tengslum við erfiða lífsreynslu eins og dauðsfall, misnotkun, skilnað eða uppsögn í vinnunni. Stundum koma geðrænir erfiðleikar aftan að okkur eins og í tilvikum ungra mæðra með fæðingarþunglyndi. Brýnt er að öllu þessi fólki sé veitt aðstoð við hæfi. Sumum nægir að fá aðstoð hjá sínum nánustu. Aðrir leita til heilsugæslunnar og enn aðrir til séfræðinga eða sjúkrahúss í sínum landshluta. Langvinn andleg veikindi geta valdið því að fólk verður ófært um að stunda vinnu og/eða skóla eins og aðrir. Talið er að 2,7% þjóðarinnar séu öryrkjar á grundvelli geðfötlunar. �?essi stóri hópur á undir högg að sækja í samfélaginu. Flestir lifa á lágum örorkubótum og margir verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna, t.a.m. þegar þeir reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Geðhjálp er annt um að bæta þjónustu og réttindi þessa fólks, m.a. með öflugri hagsmunabaráttu og fræðslu til að draga úr fordómum. Ekki má heldur gleyma því að Geðhjálp býður upp á fría ráðgjöf fyrir almenning, þ.e. fólk með geðrænan vanda, aðstandendur, vinnuveitendur og raunar alla sem þurfa á góðum ráðum að halda. Ráðgjöfin er veitt í gegnum tölvupóst, síma, skype-viðtöl og viðtöl í húsakynnum samtakanna í Borgartúni 30. Landssamtökunum Geðhjálp hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Nú eru félagar orðnir 1.300 og starfsemin blómstrar. Ef þú hefur áhuga á að fræðast frekar um starfsemi Geðhjálpar og jafnvel taka þátt í stofnun Geðhjálpardeildar í Vestmannaeyjum vil ég hvetja þig til að sækja kynningarfund um samtökin í Lionssalnum, Arnardrangi við Hilmisgötu, fimmtudaginn 29. október kl. 20. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjáumst!

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.