Haukar sigruðu ÍBV
ÍBV og Haukar mættust í kvöld í Eyjum þegar ellefta umferð Olís deildar karla fór fram. Haukar fóru með sigur af hólmi, 23-28.
Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 5. mínútu leiksins en þá skoraði Theodór Sigurbjörnsson gott mark úr hraðaupphlaupi og var það eina skiptið sem ÍBV var yfir í leiknum. Varnir beggja liða voru þéttar og harkan mjög mikil en þrjú rauð spjöld fóru á loft. Eftir tæplega 15. mínútna leik var staðan 5-6 fyrir Hauka. Haukar voru að spila vel í dag á meðan lið ÍBV virtist vera andlaust. Staðan í hálfleik var 9-15 fyrir Haukum.
Eyjamenn urðu fyrir miklu áfalli strax á upphafs mínútum síðari hálfleiks þegar fyrirliði liðsins, Magnús Stefánsson, fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Adam Hauki Baumruk en hann virtist slá hann í andlitið. Leikmenn ÍBV þjöppuðu sér saman eftir þetta og söxuðu hægt og rólega á forskot Hauka. �?egar liðið var á hálfleikinn fengu tveir Haukamenn rauð spjöld með stuttu millibili, annar fyrir þrjár brottvísanir og hinn vegna meints olnbogaskots, en þá var staðan 18-21. ÍBV náði aldrei að minnka forskotið meira og undir lok leiksins þurfti lið ÍBV að taka áhættur sem borguðu sig ekki og Haukar bættu í og sigruðu sanngjarnt, 23-28.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Andri Heim­ir Friðriks­son 6, Theo­dór Sig­ur­björns­son 5, Grét­ar �?ór Eyþórs­son 5, Einar Sverrisson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Magnús Stefánsson 1 og Nökkvi Dan Elliðason 1.
Stephen Nielsen varði 8 skot og Kol­beinn Arn­ars­son 1.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.