Í kvöld um klukkan 21 verður Björgunarfélag Vestmannaeyja með smá kynningu á því sem í boði er á flugeldamarkaði þeirra við Faxastíg. Um er að ræða litla flugeldasýningu sem haldin er ár hvert við skátaheimilið en sýningin vekur gjarnan mikla athygli. �?ar er því gott tækifæri til að sjá hvað í boði er.
Flugeldasalan er opin til klukkan 21 í kvöld, frá kl. 10 til 21 á morgun og frá klukkan 9 til 16 á gamlársdag.