Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu �?skars Jósúasonar sem framkvæmdastjóra fyrir mfl. og 2.fl. karla ÍBV í knattspyrnu. �?skar er 36 ára Eyjamaður og giftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur afrekskonu í handbolta til langs tíma. �?au eiga tvö börn Kristínu Klöru 6 ára og Jósúa Steinar 4 ára.
�?skar er Eyjamönnum vel kunnur enda fæddur og uppalinn á Eyjunni fögru. Hann lék sjálfur með ÍBV, Tý og �?ór í gegnum alla yngri flokka og var leikmaður mfl. karla árin 1998 til 2002.
�?skar er kennaramenntaður og hefur starfað undanfarin ár sem kennari við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hann hefur einnig stundað mastersnám í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
�?að er mikið gleðiefni að hafa fengið �?skar til liðs við félagið og í það verkefni að styrkja og efla knattspyrnulið ÍBV á komandi árum. Hann mun hefja störf síðar í janúar þegar hann hefur lokið störfum fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja.
Knattspyrnuráð ÍBV býður �?skar velkominn til starfa.