Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, er þjálfari ársins 2015 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Heimir fékk 215 stig í kjörinu en niðurstöður þess eru kynntar í Hörpunni í Reykjavík þessa stundina.
�?órir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta fékk 69 stig.
Alfreð Gíslason þjálfari þýska handboltaliðsins Kiel fékk 18 stig.
Dagur Sigurðsson þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta fékk 9 stig.
Kári Garðarsson þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta fékk 5 stig.
Guðmundur Guðmundsson þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta fékk 1 stig.
�?orsteinn Halldórsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu fékk 1 stig.