Árið 2015 var Eyjamönnum í flesta staði gott. Atvinnulífið hélt áfram að styrkjast og dafna og er nú orðið sérlega áberandi hversu öflugan sprota Eyjamenn eiga í ferðaþjónustu. Sú atvinnugrein hefur í dag alla burði til að vaxa til hliðar við �??og ásamt- sjávarútvegi.
Afrek…
…á sviði menningar og íþrótta voru víða og ljóst að Eyjamenn eru öflugir á þeim sviðum sem öðrum. Við Eyjamenn erum rík. Ríkidæmi okkar samanstendur meðal annars af öflugu leikfélagi, sterkri lúðrasveit, fjölmennum kórum, stórri sveit myndlistafólks, rithöfundum, grafískum hönnuðum og fleira. Við erum einnig með úrvalsdeildarlið í fótbolta og handbolta, bæði karla og kvenna. Við bjóðum upp á æfingar í frjálsum, fimkleikum, sundi, blaki, badminton, karate og þar fram eftir íþróttagötunni. Klúbbastarf er gríðarlega öflugt og skemmtanir vel sóttar. Í Eyjum er maður manns gaman.
Við vorum…
… reglulega minnt á að víða eru blikur á lofti hvað tilveru okkar Eyjamanna varðar. Samþjöppun í sjávarútvegi er hvött áfram af ofurskattlagningu og eftir standa sjávarbyggðirnar með einhæfara atvinnulíf og færri störf. Samgöngur á sjó eru hér í allgerri pattstöðu. Áfram er siglt á elsta skipi sem verið hefur í áætlun milli lands og Eyja í höfn sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar voru til hennar. �?annig verður það þar til eitthvað verður gert. Heilbrigðisþjónusta er minni en þörf er á og fæðingaþjónusta hefur nánast verið lögð af.
Í þessum vanda…
….öllum má þó finna þann ótvíræða kost að hann er fyrst og fremst mannana verk. Sé til þess vilji er hægt að gera á þeim breytingar og hindra frekari skaða. �?að á að vera sjálfsagt og eðlilegt að íbúar sjávarbyggða og fyrirtækin þar njóti þess þegar vel gengur í sjávarútvegi. Ofurhár skattur á sjávarútvegsfyrirtækin er í dag landsbyggðaskattur sem erfitt er að una. Frá örófi alda hafa samgöngur við Vestmannaeyja verið erfiðar og þannig verður það áfram í nánustu framtíð. �?llum má þó ljóst vera að tvennt þarf tafarlaust að koma til. �?að þarf tarfarlaust að ráðast í smíði á nýrri ferju og smíðatíma hennar þarf að nota til að gera breytingar á Landeyjahöfn. �?ar er sennilega stærsta hagsmunamál okkar í dag. Heilbrigðisþjónusta í Eyjabyggð á síðan að vera jafn sjálfsögð og vatn og rafmagn. �?að kann að vera að það sé eitthvað dýrara að veita þá þjónustu í stórri byggð umlukkta af sjá en það verður þá svo að vera.
Verkefni ársins 2016…
…verða víðtæk og margskonar. Höfuðáhersla verður þar lögð á uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og fatlaða. Fjöliðjan Heimaey (verndaður vinnustaður) verður byggð upp og þjónustan þar efld. Stefnt er að byggingu á íbúðum sérhönnuðum fyrir fatlaða. Fjármagn hefur verið tekið frá í byggingu nýrrar deildar fyrir fólk með heilabilun (Alzheimar) við Hraunbúðir, fjölga á herberjum við Hraunbúðir og stefnt er að byggingu nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða. �?á standa vonir til þess að hægt verði að finna tæknilegar og hagkvæmar lausnir í sorpmálum og er þar sérstaklega horft til þess að hefja á ný sorpbrennslu í Vestmannaeyjum. Að lokum verður mikil áhersla lögð á uppbyggingu á fræða- og nýsköpunarumhverfi og í því samhengi eru miklar vonir bundnar við hið nýja háskólanám sem verið er að undirbúa sem og stofnun sjávarklasa í Fiskiðjunni.
Hvað vettvangi stjórnmála…
…varðar má öllum ljóst vera að meirihluti sjálfstæðismanna mun halda áfram þeirri ábyrgu og ákveðnu framgöngu sem sem einkennt hefur hann. Átök um málefni eru í senn eðlileg og mikilvæg. Persónulegt skítkast og árásir á einstaka embættismenn eða kjörna fulltrúa eru hinsvegar skaðlegar og vinna gegn þeim hagsmunum sem kjörnum fulltrúum er ætlað að vinna að. Á komandi ári mun meirihluti Sjálfstæðismanna áfram leggja áherslu á virðingu fyrir jafnt samherjum sem andstæðingum og þrátt fyrir vaxandi vilja minnihlutans til að hefja á ný þann leðjuslag sem lengi einkenndi samfélag okkar Eyjamanna þá munu sjálfstæðismenn ekki leggjast í þá for.
Vestmannaeyjar eru…
… sterkt samfélag. �?ar býr gott fólk sem ætíð er tilbúið að leggja lykkju á leið sína fyrir samfélagið. Við viljum koma vel fram hvert við annað og við viljum rétta þeim hálpar hönd sem á þurfa að halda. �?ótt verkefni séu mörg, og sum hver stór, þá er því ekki að kvíða á meðan Eyjamenn búa því yfir þori, þreki og samstöðu sem tryggt hefur velferð okkar í gegnum aldirnar.
Gleðilegt nýtt ár
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri