Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður í bænum um það hver muni taka við starfi slökkviliðsstjóra þegar núverandi slökkviliðsstjóri, sem hefur sinnt starfinu undanfarin ár, lætur af störfum vegna fyrir aldurs sakir. Umræðan hefur aðalega snúist um það hvort staðan yrði auglýst, eða hvort undirritaður, sem gegnir starfi varaslökkviliðsstjóra, muni taka við starfi slökkviliðsstjóra.
�?ar sem þessi umræða hefur ratað á síður fjölmiðla og mér er málið skylt, langar mig aðeins að tjá mig um málið. Fyrir u.þ.b. sex vikum átti hafnarstjórinn, yfirmaður slökkviliðsins, erindi í Skipalyftuna, fyrirtæki sem ég rek, vegna máls sem ég hafði lagt fyrir hann. �?egar þeim erindum var lokið spurði hann mig hvort ég hefði smá tíma í spjall. �?að var auðsótt. Í þessu spjalli hans við mig kom fram að búið væri að ákveða hver yrði næsti slökkviliðsstjóri. �?að kom mér á óvart. �?egar ég spurði hvers vegna starfið væri ekki auglýst, svaraði hann því til að þetta væri gert í hagræðingarskyni, þar sem sá sem hefði verið ráðinn í starfið sæi í dag um eldvarnareftirlitið (það má líka koma fram að hann sinnir fleiri störfum fyrir bæinn, m.a. er hann meindýraeyðir og hefur eftirlit með nokkrum fasteignum bæjarinns). Hafnarstjóranum fannst einnig ólíklegt að einhver hefði áhuga á því að sækja um hálft starf. �?ar sem ég hef verið starfandi hjá slökkviliðinu síðan 1973,spurði ég hvort eitthvað hefði verið athugavert við mín störf og þá sérstaklega störf mín sem stjórnanda. Hafnarstjórinn kvað svo ekki vera. �?egar ég spurði hvers vegna mér hefði ekki verið boðið starf slökkviliðsstjóra var svarið nokkuð skondið, en það var á þá leið að honum fyndist ólíklegt að ég heði áhuga á því. �?g kom því þá skýrt á framfæri að það væri ekki hans eða nokkurs annars að ákveða hvort ég hafi áhuga á því eða ekki, væri ég fullfær um að ákveða það sjálfur.
�?að kom einnig fram í spjalli hafnarstjórans við mig að hann vildi láta mig vita um þessa ákvörðun á þessum tímapunkti því það yrði fundur í Framkvæmda- og hafnarráði á næstu dögum og þar yrði ráðning nýs slökkviliðsstjóra tekin fyrir. �?að er allavega búið að halda einn fund hjá ráðinu síðan spjall okkar fór fram, þar voru þessi mál ekki rædd, a.m.k. kemur það ekki fram í bókun frá þeim fundi. Engu að síður er búið að taka ákvörðun um ráðningu í starf slökkviliðsstjóra. Án auglýsingar eða ákvörðunar ráðsins sem fer með málið. �?að er mjög sérstakt!
Slökkvilið Vm hefur á að skipa mjög góðum starfsmönnum og er nýráðinn slökkviliðsstjóri meðal þeirra, enda beinist þessi gagnrýni mín á engan hátt gegn honum. Mér finnst framkoma þeirra sem fara með málefni slökkviliðsins, þ.e Framkvæmda- og hafnarráð ásamt hafnarstjóra, fyrir neðan allar hellur. Tel ég að í þessu máli sé farið gróflega á svig við góða stjórnsýsluhætti varðandi ráðningu í opinbera stöðu en ekki síður hvernig mannlega þættinum í málinu er háttað. í litlu samfélgi skiptir sérstaklega miklu máli hvernig farið er með völd og afleiðingin af misbeitingu þess oft sorgleg.
�?að skal tekið fram að þegar þetta er ritað er hvorki búið að tilkynna mér né stjórn Brunavarðafélgs Vm formlega um að nýr slökkviliðsstjóri hafi verið ráðinn. �?ví miður eru svona vinnubrögð innan bæjarins ekki einsdæmi. �?ví verður að breyta!
Virðingarfyllst,
Stefán �?rn Jónsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst