Í smærri samfélögum þar sem allir þekkja alla verður gjarnan deila um ráðningar í opinber störf. Er þetta ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki síðasta sem það gerist. �?ess vegna er mikilvægt að verkferlar séu skráðir og fyrirfram ákveðnir. �?á er einnig til bóta ef pólitískir fulltrúar koma sem minnst nálægt ráðningu starfsmanna í almennum störfum.
Pólitíkin kemur ekki nærri ráðningu á almennums starfsmönnum
�?líkt því sem margir halda þá er það þannig hjá Vestmannaeyjabæ að þar fara framkvæmdarstjórar og forstöðumenn, eftir umboði, með ráðningar í störf. Ekki pólitískir fulltrúar eða bæjarstjóri.
Í skráði starfsmannastefnu segir:
�??Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður svo sem framkvæmdastjóra fagsviða. Framkvæmdastjórar ráða aðra starfsmenn�??
�?etta eiga allir sem sitja í nefndum og ráðum að vera upplýstir um og því hreinlega óheiðarlegt að reyna að gera pólitíska fulltrúa ábyrga fyrir ráðningum eða starfsmannamálum almennt. Best væri því að taka alla pólitík strax út úr umræðunni. Hún kemur hvergi nærri ráðningum né starfsmannamálum.
�?ar sem verið var að sameina störf bar ekki að auglýsa
Á seinustu dögum hefur sprottið upp nokkur umræða um ráðningu í stöðu slökkviliðsstjóra. Almenna reglan er sú að það beri að auglýsa allar stöður hjá Vestmannaeyjabæ áður en ráðið í þær. Undantekning er m.a. þegar stjórnandi lætur af störfum ber framkvæmdastjóra að..
�??meta þörf fyrir ráðningunni, þ.e. hvort hægt sé að hagræða í rekstri annað hvort með tilfærslu á þeim starfsmönnum sem fyrir eru eða með því að leggja starfið niður�??.
�?að var og er mat undirritaðs sem framkvæmdastjóra umhverfis og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar að þegar slökkviliðsstjóri lét af störfum vegna aldurs þá væri rétt að sameina aftur stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns. Slíkt myndi skila hagræðingu og styrkja faglega stöðu beggja hlutverka. �?annig kynnti ég afstöðu mína fyrir mínum yfirmönnum sem og fulltrúum í fagráðinu. Á báðum stöðum fékk ég stuðning við þessi áform.
�?eim starfsmanni sem fyrir er verði boðið starfið
Ástæðan fyrir því að þeim starfsmanni sem hingað til hefur farið með eldvarnareftirlit var boðin sameinuð staða slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns var því einfaldlega sú að hann var fyrir í hluta af þessari stöðu. Honum var sem sagt boðið að halda áfram störfum í breyttu starfi. Fordæmi þessa eru víða og þarf undirritaður ekki að vísa í annað en eigið starf því þegar staða framkvæmdarstjóra var sameinuð við stöðu hafnarstjóra var honum boðið að gegna því áfram í breyttri mynd. Slíkt var þá sem nú gert án auglýsingar. Einnig eru nýleg dæmi rekstrarstjóra Hraunbúðar og forstöðumanns Hamars hæfingastöðvar þar sem störfum var breytt eða þau sameinuð öðrum. Ef ekki hefði verið farin þessi leið hefði hugsanlega þurft að segja upp starfsmönnum eða störfum að hluta.
Rétt og sanngjarnt
1. �?að er rétt og sanngjarnt að líta til þess að við þessa ráðningu var öllum verkferlum �??bæði skráðum og óskráðum- fylgt.
2. �?að er því rétt og sanngjarnt að til baka verði dregin brigsl um að bæjarstjóri eða aðrir sem tengjast stjórnmálum hafi verið að hygla einhverjum úr meintri �??hirð�?? sinni. Hvorki bæjarstjóri né aðrir pólitískir fulltrúar tóku beinar ákvarðanir um þessa ráðningu.
3. �?að er rétt og sanngjarnt að líta til þess að sá sem kemur nú til með að gegna stöðu slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlits var áður í hluta þeirrar stöðu en bætir nú við sig ábyrgð og verkum og verður staðan mjög svipuð þeirri stöðu sem fyrrverandi slökkistjóri gengdi þar til hann óskaði eftir að minnka við sig starfshlutfall, sem var veitt á grundvelli sömu relgna og greint var frá í upphafi.
4. �?að er rétt og sanngjarnt að líta til þess að við sem vinnum sem embættismenn fyrir Vestmannaeyjabæ berum hag Vestmannaaeyja fyrir brjósti. Við erum heiðarleg og viljum vinna störf okkar af sanngirni og réttsýni. �?að getum við illa gert ef pólitísk afstaða þarf að liggja að baki öllum okkar ákvörðunum í starfsmannamálum.
Að lokum óska ég öllum gleðilegs nýs árs.
�?lafur �?ór Snorrason
framkvæmdarstjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar