Tíu verkefni eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina ::Eldheimar eru á meðal þeirra
Búið er að birta lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina árið 2016.
Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar og beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
�?au verkefni sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna eru:
* Act Alone
* Að �?? þáttaröð N4
* Barokksmiðja Hólastiftis
* Eldheimar
* Ferskir vindar
* Northern Wave
* Reitir
* Rúllandi snjóbolti
* Sauðfjársetur á Ströndum
* Verksmiðjan á Hjalteyri
Í tilkynningu segir að í ár hafi borist mikill fjöldi umsókna en tilkynnt verður þann 2. febrúar næstkomandi hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósinverður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi og mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.
vísir.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.