Vefur stuðningsmanna ÍBV, ibvfan.is greinir frá því á síðu sinni að handknattleiksdeild ÍBV og Janis Grisanovs hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi sín á milli. Friðbjörn Ólafur Valtýsson, framkvæmdastjóri ÍBV staðfesti riftun samningsins og mun leikmaðurinn spila sinn síðasta leik 30. september gegn Akureyri í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst