Aðeins vil ég víkja að málefnum útlendinga hér á landi. Í Morgunblaðinu birtust síðastliðinn föstudag tvær greinar eftir útlenskar konur, þar sem greinarhöfundar vekja athygli lesenda á vaxandi fordómum í garð útlendinga. Önnur konan er frá Litháen og hefur búið hér í sex ár. Hún segir að Litháar geti ekki í dag fengið íbúð á Íslandi til leigu, þeir fái ekki vinnu og það sem verra er, að þeir eru reknir úr vinnu. Ástæðan er að hennar mati einungis þjóðernið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst