Síldarflökun og frysting er hafin hjá Vinnslustöðinni og Ísfélaginu. Síldin hefur veiðst inni á Grundarfirði og er góð millisíld. Gott útlit er á mörkuðum og söluhorfur góðar. Fyrsta síldin kom til Vinnslustöðvarinnar á laugardagskvöld, þegar Sighvatur Bjarnason kom með um þúsund tonn. Skipið kom aftur í gærmorgun, miðvikudag, með 650 tonn og Kap kom í millitíðinni með 900 tonn. Síldin veiddist inni á Grundarfirði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst