Karlalið ÍBV í körfubolta tekur á móti Körfuknattleiksfélaginu Þóri í 2. deildinni í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 20.00. Eyjamenn fóru vel af stað í Íslandsmótinu en ÍBV vann fyrsta leik sinn gegn Álftanesi 87:74 en sigur Eyjamanna var nokkuð öruggur. Fimm lið eru í riðli með ÍBV en aðeins er búið að leika eina umferð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst