Íslandsmóti í fimleikum, 1. og 2. þrepi lauk í Vestmannaeyjum í dag. Mótið gekk mjög vel en rúmlega þrjú hundruð krakkar á aldrinum 10 ára og eldri tóku þátt í mótinu. Þeim sem best gekk komast svo á Meistaramót Íslands um næstu helgi en þar verða krýndir Íslandsmeistarar. Reyndar voru krýndir tveir Íslandsmeistarar um helgina og báðir komu þeir frá Fimleikafélaginu Rán í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst