Vel á þriðja tug frumkvöðla á Suðurlandi voru heiðraðir á uppskeruhátíð Vaxtasprotaverkefnisins í félagsheimilinu á Hvolsvelli síðastliðinn föstudag. Verkefnið lýtur að atvinnusköpun í sveitum á sviði iðnaðar, ferðaþjónustu og annarrar þjónustu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hleyptu verkefninu af stokkunum á fyrri hluta þessa árs og telst það hafa heppnast mjög vel.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst