Guðbjörg Guðmannsdóttir var markahæst hjá Frederikshavn FOX með 5 mörk þegar lið hennar vann Team Esbjerg, 23:19, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Þetta var gífurlega dýrmætur sigur fyrir Frederikshavn sem komst með honum úr fallsæti og er nú með 10 stig eftir 15 leiki en fjögur lið eru fyrir neðan, öll með 9 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst