Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboðið í sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæðinu en tilboð í verkið voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Kostnaðaráætlun vegna grunngjalds sjúkraflugsins var samkvæmt kostnaðaráætlun tæpar 29 milljónir en tilboð FV var upp á tæpar 28. FV skilaði inn tveimur tilboðum en tvö önnur flugfélög skiluðu inn tilboði í sjúkraflugið, Fjarðarflug sem bauð tæpar 36 milljónir í grunngjaldið og núverandi rekstaraaðili, Íslandsflug, bauð tæpar 44 milljónir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst