Goslokahátíðin hefst í dag
Í ár fögnum við því að 45 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu 1973 og að á þessum árum hefur vel tekist til að byggja hér upp blómlegt samfélag á ný. Fyrir liggur dagskrá Goslokahátíðar 2018 og eru kjörorð nefndarinnar mannamót, samvera og vinafundir. Formleg dagskrá hefst í dag og er nóg um að vera fyrir alla fram á Sunnudag.
FIMMTUDAGUR 5. júlí
09.00 Goslokafánar Íbúar og fyrirtæki skjóta saman upp nýjum fána Goslokahátíðarinnar. Fánar til sölu í Eymundsson, kr. 3.500.
11.00-18.00 Eymundsson: Bárustígur 2 Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi. Tímaskráning á staðnum.
17.00 Tónlistarskólinn: Vesturvegur 38 Myndlistarfélag Vestmannaeyja opnar sýningu á verkum félaga sinna.
14.00 Hraunbúðir: Dalhraun Lestur á ljóðum eftir Jónínu Fannbergsdóttur.
17.15 Einarsstofa: Ráðhúströð GZíró (Gerður G. Sigurðardóttir) opnar málverkasýningu.
21.00 Brothers Brewery: Bárustígur Bjórbingó á ölstofu The Brothers Brewery. Bingóspjald fylgir hverjum seldum bjór frá kl. 14.00-21.00.
21.00 Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hippabandið kemur saman að nýju og ætlar að leika þekkta slagara hippatímabilsins. Sérstakur gestur þeirra verður Helgi Hermannsson úr hljómsveitinni Logum. Húsið opnar kl. 20.00. Aðgangseyrir kr. 2.000.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.