Eyjamenn léku í kvöld gegn Leikni í 1. deildinni. Bjarni Rúnar Einarsson kom ÍBV yfir á 35. mínútu og var staðan 0:1 í hálfleik. Lengi vel leit út fyrir að það yrðu lokatölurnar en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma fengu Leiknismenn mjög umdeilda vítaspyrnu sem Jakob Spangsberg skoraði úr og jafnaði metin 1:1 sem urðu lokatölur leiksins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst