Tryggvi Hjaltason, öryggis- og greiningafræðingur, var með fyrirlestur á stofnfundi Varðbergs – samtökum um vestræna samvinnu og alþjóðamál, síðastliðinn föstudag. Tryggvi á nú sæti í stjórn nýja félagsins en með félaginu renna tvö félög, Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg saman í eitt. Tryggvi flutti fyrirlestur á stofnfundinum um ráðstefnu sem hann sat og var í tengslum við NATO ráðstefnuna í Lissabon í Portúgal 19-20 nóvember.