Í kvöld, mánudaginn 20. desember klukkan 20:00 verða haldnir Styrktartónleikar æskulýðsstarfs Landakirkju en tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimili kirkjunnar. Eins og nafnið gefur til kynna rennur allur ágóði tónleikanna til æskulýðsstarfs kirkjunnar en það er Birkir Högnason sem hefur haft frumkvæðið að tónleikahaldinu.