Framkvæmda- og hafnarráð fundaði á mánudag. Þar var samþykkt tillaga um hækkun gjaldskrár sorpeyðingarstöðvar vegna ársins 2011 en allir liðir hækka um 4% sem er í samræmi við verðlagsbreytingar á milli ára. Þá lágu fyrir drög að framlengingu að samningi við Íslenska Gámafélagið vegna sorpeyðingar og sorphirðu í Vestmannaeyjum en núverandi samningur rennur út 31.des. 2010.