Vegna óveðursins sem nú geysar um allt land er farþegum sem eru að koma og fara með Herjólfi bent á að aka veginn um Bakkaflugvöll. Gríðarhvasst er á Landeyjahafnarvegi, mikið sandfok og hætta á að bílar skemmist sem aka um veginn. Til að komast af þjóðvegi 1 og að Bakkaflugvelli er ekið niður afleggjarann að Gunnarshólma, austur Landeyjavegur og veginum fylgt austur að flugvellinum. Þar er búið að útbúa afleggjar að Landeyjahafnarvegi.