Hafnarkrananum Jarlinum var siglt inn í Vestmannaeyjahöfn í dag. Eimskip á nýja hafnarkranann en hann er settur upp til að hagræða í skiparekstri. Kraninn gerir Eimskip kleift að nota kranalaus skip á svokallaðri gulri leið. Mikið magn sjávarafurð er flutt frá Vestmannaeyjum með þeirri siglingaleið.
Í tilkynningu að vef Eimskips segir að Jarlinn geri það að verkum að vinna við skip félagsins verður markvissari og hagkvæmari. Hraði við afgreiðslu skipa og þjónustuöryggið verði meira. Mest af þeim sjávarafurðum sem siglt er frá Íslandi er landað í Immingham í Bretlandi eða Rotterdam í Hollandi. �?aðan er vöru svo ekið áfram til kaupenda víða um Evrópu, mest í Bretlandi og Frakklandi. �?að var flutningaskipið Paula sem flutti kranann en það lagði af stað frá Sundahöfn á fimmtudagsmorgun.