Elliði útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis
�??�?g hef ekki mátað mig inn í það. �?að er kjördæmaþing hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina, þá verður ákveðið hvaða fyrirkomulag verður við uppstillingu framboðslistans,�?? segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við DV aðspurður hvort hann hafi hugsað sér að bjóða sig fram til Alþingis í kosningunum í haust. Elliði, sem útilokar ekki framboð, segir þó að eitthvað þyrfti að breytast ef hann myndi bjóða sig til Alþingis. Mikil ánægja hefur verið með Elliða sem stjórnmálamann í Vestmannaeyjum og hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 73,2 prósenta fylgi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. �?ví má ætla Elliði hugsi sig um og velti fyrir sér hvort nú sé rétti tímapunkturinn til að bjóða sig fram gegn sitjandi oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. �??�?g veit að ég verð ekki bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að eilífu, guð forði Eyjamönnum frá því. �?g er búin að vera í bæjarmálunum hér í Vestmannaeyjum síðan árið 2002 og bæjarstjóri frá árinu 2006. �?g hef mikinn metnað fyrir því sem ég er að gera,�?? segir Elliði sem heldur því fram að ef hann fyndi pólitískan áhuga, þá myndi hann gjarnan vilja að Sjálfstæðisflokkurinn stæði undir þeim væntingum sem hann geri til flokksins, sem sé fylgi umfram tuttugu og sex prósent.
Tekið af dv.is

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.