Stuðningsmenn KR ósáttir
Fótbolti.net segir frá því á heimasíðu sinni að stuðningsmenn KR eiga í erfiðleikum með að skipuleggja dagsferð til Vestmannaeyja þar sem ÍBV og KR eiga að mætast laugardaginn 4. júní. �?ennan dag siglir Herjólfur varla frá Vestmannaeyjum og er síðasta ferð þaðan klukkan 16, einmitt þegar viðureignin á að vera flautuð á. Fótbolti.net ræddi við ósáttan stuðningsmann KR sem fékk þau svör frá Herjólfi að þar sem sjómannadagurinn sé á sunnudeginum sé breytt áætlun þessa helgi. �?að er því ekki hægt fyrir stuðningsmenn KR að fara dagsferð til Eyja og sjá leikinn. Einhverjir stuðningsmenn KR hafa sent erindi á KSÍ útaf þessu máli en engin svör fengið samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.