�??�?g stóð þarna á �?jóðhátíð einu sinni með manni sem sagðist hafa fyrst komið á �?jóðhátíð fyrir um þrjátíu árum. Hann bjó þá í Reykjavík og skellti sér á hátíðina. Hitti þar stúlku sem hann segist hafa orðið hrifinn af. �?g veit svo sem ekki hvað gerðist þeirra á milli, það fylgir ekki sögunni. En svo fór hann heim eins og flestir gera að lokinni �?jóðhátíð.
Hann kemur svo aftur ári seinna og hittir hana þá aftur. Hann hefur búið í Vestmannaeyjum síðan,�?? segir Halldór Gunnar Pálsson, jafnan þekktur sem Fjallabróðir. Hann samdi �?jóðhátíðarlagið í ár, sem ber titilinn Ástin á sér stað, og Magnús �?ór Sigmundsson sá um textasmíðina.
Lagið er innblásið af þessari sögu sem Halldór fékk að heyra á einni þeirra sex �?jóðhátíða sem hann hefur heimsótt. �??Og þetta fólk er enn þá saman. �?au eiga núna börn og barnabörn. Mér fannst þetta svo fallegt. Hversu margar svona ástarsögur hafa orðið til á �?jóðhátíð, á þessum hundrað og fjörutíu árum?�?? spyr hann og er bersýnilega uppveðraður.
Flytjendur lagsins eru eins og áður hefur komið fram engir aðrir en Sverrir Bergmann og Friðrik Dór, auk hljómsveitarinnar Albatross. Ekki verður hjá því komist að spyrja hvers vegna ekki sé nokkur einasta kona höfð með í laginu, í ljósi þess að innblásturinn er ástarsaga karls og konu. Auk þess sem �?jóðhátíðarnefnd hefur átt undir högg að sækja undanfarið sökum skorts á kvenkyns listamönnum á hátíðinni. Svarar Halldór því til að ástin sé nefnilega blind og ætlar sér greinilega ekki að hengja sig á neina stimpla.
�??Eitt þekktasta �?jóðhátíðarlagið, �?g veit þú kemur í kvöld, er um tvo menn sem eru að rífast og sættast svo á endanum. Okkur fannst þetta ganga svona því maður getur jú orðið ástfanginn af hverju sem er, stundinni og staðnum ekki hvað síst.�??
Má búast við að �?jóðhátíðarlagið verði algjör hittari ef svo má að orði komast. Halldór og Magnús sömdu �?jóðhátíðarlag ársins 2012, �?ar sem hjartað slær, og þykir lagið hafa elst nokkuð vel. �??Við fengum svo að nota sándin úr Lífið er yndislegt. �?g fékk orgínal tökurnar af því lagi og það fer sko ekki á milli mála,�?? segir Halldór og hlær.
Spurður út í hvernig menn vinni með jafn umdeilt efni og �?jóðhátíðarlag segist hann einfaldlega setjast gagngert niður til að semja slíkt lag. �??�?g setti mig í stemninguna, inn í tilfinninguna sem kemur yfir mann á �?jóðhátíð. �?að er náttúrulega lykillinn að þessu öllu, að hafa farið á �?jóðhátíð,�?? segir hann og skellihlær áður en hann heldur áfram: �??Svo eru þetta bara langar stundir með kassagítarinn í fanginu og svo hef ég verið að horfa á YouTube-myndbönd af fólkinu í brekkunni. Og þá er þetta komið.�??