Platan “Í skugga meistara yrki ég ljóð!” kemur út 1. júlí nk. og verður fagnað með útgáfutónleikum föstudagskvöldið 1. júlí í Höllin Í Vestmannaeyjum þar sem hún verður flutt í heild sinni.
Fram koma: Stormsveitin, Blítt og létt og Hjómsveitin Móberg ásamt gestum flytur plötuna í heild sinni. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast kl. 21.00. Aðgangur ókeypis.
Eftirtaldir aðilar bjóða Eyjamönnum og gestum á tónleikana: SASS / Vestmannaeyjabær / Geisli / Bergur / Eimskip / Eyjablikk / Langa / Huginn / Glófaxi ehf.
Platan kemur út í takmörkuðu upplagi. �?annig að ef þú vilt tryggja þér eintak á sérstöku forsöluverði aðeins kr. 2.500 sendu þá línu á best.eyjar@gmail.com.