Eyjapeyjarnir Heimir Hallgrímsson, Einar Björn Árnason og Jóhannes �?lafsson fengu höfðinglegar móttökur í Eyjum dag þegar þeir komu heim eftir þriggja vikna dvöl í Frakklandi á meðan EM stóð. Margir Eyjamenn höfðu hvatt Elliða Vignisson bæjastjóra Vestamannaeyja og bæjarstjórnina til þess að vera með móttöku fyrir EM strákana okkar eins og sjá má hér að neðan á facebook status bæjastjórans.
,,Ágætu vinir
Við Eyjamenn erum öll stolt af landsliðinu okkar og þá ekki síst þátttöku heimamanna. Vestmannaeyjabær hefur ekki minni vilja en aðrir til að gera þeim hátt undir höfði enda eiga þeir það fyllilega skilið.
Í texta Jóns Sigurðssonar sem við öll höfum sungið segir: “�?ar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól.” Fólk sem gefur sál sína í það sem það er að gera og verða í kjölfar árangurs opinber eign þurfa sitt svigrúm og þrá oft ekkert heitara en smá frið. �?rá að heimahagar ljái og veiti skjól.
Mér hefur þótt vænt um þann mikla vilja sem Eyjamenn hafa til að taka af miklum rausnarbrag á móti okkar mönnum. �?g hef fengið tugi af tölvupóstum og smáskilaboðum í viðbót við opinberar ábendingar um hvernig best væri að gera þetta. Hugmyndir spanna allt frá heiðursnafnbótum og sérstökum skrautorðum yfir í flugeldasýningar og lúðrasveitir. Á bak við þetta er einlægur og góður hugur.
Hvað sem öllu þessu líður mun Vestmannaeyjabær standa að þessu í samræmi við vilja þeirra sjálfra sem hetjudáðina hafa unnið. Fyrsta skref í undirbúningi var því að ræða við þá beint. Við sem þekkt höfum þá í áratugi vitum að ekki er ólíklegt að þeir vilji hafa hlutina látlausa og leggja meira upp úr því að heimahagarnir ljái og veiti skjól.”