Níu núll
23. nóvember, 2022

Það gladdi hjarta mitt þegar ný bæjarstjórn Vestmannaeyja hittist í fyrsta sinn í vor og samþykkti einróma að leggja nú í þá vegferð að berjast fyrir hinni endanlegu lausn samgangna Vestmannaeyja, jarðgöng. 

Áður höfðu fögur fyrirheit um baráttu þessa efnis verið gróðursett í huga væntanlegra kjósenda. Reyndar þótti mér vænt um þessa ályktun minnugur þess að orð séu til alls fyrst.

Frá því að Landeyjahöfn opnaði hefur okkur sem búum á þessu fagra skeri suður af íslandsströnd verið talin trú um að alræmd Þórðargleði sé handan við hornið, þetta fari nú allt að lagast. Sagan segir okkur annað.

Í fyrra átti sér önnur Þórðargleði stað, þegar Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Stjórnmálaflokkar eru löngu farnir að gera sér grein fyrir því að auðveldasta leiðin að hjarta þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn er í gegnum lymskuleg slagorð. „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“ er líklega dýrasta slagorð íslandssögunnar. Sorglegt að stoltið sé ekki meira en svo að menn vilji láta dæma sig af verkum sínum.

Í Tígli nokkrum dögum fyrir kosningarnar í fyrra voru flokkarnir beðnir að segja kjósendum af hverju þeir ættu að kjósa sinn flokk. Svar er ekki bara best að kjósa Framsókn var eftirfarandi:

Framsókn hefur staðið vörð um samgöngur Vestmannaeyinga, efnt loforð sem gefið hafa verið og unnið sleitulaust að því að bæta samgöngur til Vestmannaeyja, gera þær skilvirkari í þágu íbúanna. Framsókn mun halda áfram að bæta og tryggja öflugar samgöngur og grunnþjónustu við íbúa Vestmannaeyjabæjar sem hafa áhrif á íbúaþróun og lífsgæði.

Áfamhaldandi rannsóknir á Landeyjahöfn standa nú yfir með það að markmiði að auka nýtingu hafnarinnar. Sjálfsagt er að kanna og fá óháðan aðila til að meta til hlýtar hvort göng á milli lands og eyja sé raunhæfur kostur þegar til lengri tíma er litið. Slík úttekt þarf að fara fram á næsta kjörtímabili.

Til er jarðgangnaáætlun fyrir Ísland. Þar eru tekin fyrir jarðgöng sem gera þarf í framtíðinni. Um Vestmannaeyjagöng stendur: gangnagerð afar erfið

Allir Vestmannaeyingar vita að rannsóknum á berginu milli lands og eyja var aldrei lokið, en að sá hluti sem rannsakaður var sýni fram á að sá hluti verksins sé ekki erfiðleikum háður.

Miðað við orðalag skýrslu Vegagerðarinnar um að gangnagerð til eyja sé mjög erfið hlýtur sá sem þessi orð skrifar að gefa sér að snillingar vegagerðarinnar séu annað hvort í einstaklega góðu sambandi við almættið eða að þar starfi einhver andans maður sem veit betur en færustu vísindamenn þjóðarinnar.

Austur á Seyðisfirði búa 676 sálir, í þeim byggðarkjarna sem er einna einangraðastur á Íslandi. Þangað á að leggja göng og hefjast framkvæmdir á næsta ári, áætluð verklok árið 2030. Hefur farið framhjá einhverjum að stjórnvöld hafa sett skotleyfi á Seyðfirðinga? Gjald verður innheimt í flest göng landsins til að fjármagna Fjarðaheiðargöngin og ekki skal byrjað á öðrum fyrr en þau hafa verið að fullu greidd, en það er áætlað 2040, en það er einmitt á því ári sem ráðherrann fagnar 78 ára afmæli sínu. Meiri er nú framtíðarsýnin ekki. Þá verða Vestmannaeyjagöng sannarlega ekki fyrst á dagskrá.

Í grein sem ég skrifaði 23. Ágúst í fyrra benti ég á möguleikann á því, að með byggingu stórskipahafnar norðan eiðis og jarðgöngum til eyja væri kominn grunnur að fjármögnun gangna hingað. Það tók ráðherrann knáa meira en ár að kveikja á því að þýska fyrirtækið ætlaði að flytja milljón tonn af vikri á ári næstu 100 árin til Þorlákshafnar til útflutnings. Ráðherrann saup kveljur og gat loks stunið því upp að vegakerfið þyldi þetta ekki. Meiri var nú framtíðarsýnin ekki til 100 ára, en þegar síðasta vikurkornið rennur úr gröfunni fagnar ráðherrann einmitt 160 ára afmæli sínu.

Hvernig væri nú að hugsa út fyrir kassann? Til þess að sleppa Vík við þungri flutningaumferð á 15 mínútna fresti gerum við 1,2 kílómetra göng gegnum Reynisfjall, helst tvö og síðan 2+2 vegur alla leið að gatnamótunum til Landeyja og auðvitað helst lengra. Þannig sameinast almennileg gatnagerð og lausn vandans.

Að lokum þetta

Árið 1973 bauðst eyjamönnum að selja 1,3 milljón rúmmetra af vikrinum sem féll á bæinn, sem gerir um 800 þúsund tonn. Verðið 230 krónur á tonn. Framreiknað um 2,8 milljarðar á núvirði. Ekkert varð úr þessu því menn óttuðust það að útlendingarnir vondu ætluðu að græða á öllu saman. Þess vegna sturtuðum við vikrinum sem ekki var hægt að nota hérna í sjóninn. Þetta erum við.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst