Fram kom á facebook síðu Lögreglunar fyrr í dag.
Lögregla telur 15.000 manns hafa sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja 2016 og er hátíðin með þeim allra stærstu sem haldin hefur verið. 27 lögreglumenn sinntu löggæslu á þremur lögreglubifreiðum auk 100 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar fíkniefnaleitarhunda sem eru í eigu embættis Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og Fangelsismálastofnunar. Starfandi læknir var í dalnum auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhingsvaktir.
Umferð gekk vel þessa helgi og akstur farþegaflutningabifreiða einnig. Hringtorg í dalnum kom vel út og nokkuð vel gekk að aðgreina gangandi vegfarendur frá akandi. Á mánudag voru 18 teknir fyrir ölvunarakstur á Landeyjahafnarvegi í umferðareftirliti lögreglunnar á Suðurlandi. �?að er alvarlegt mál og nauðsynlegt að sporna frekar við því. Brotin urðu þrátt fyrir að lögreglumenn hafi verið staðsettir í Landeyjahöfn að bjóða fólki að blása í áfengismæli áður en það hélt af stað.
Stærsta fíkniefnamál í sögu þjóðhátíðar kom upp kl. 20.30 á föstudag þegar lögregla fann mikið magn fíkniefna við leit hjá aðilum við gististað í bænum. Um var að ræða 180 e-töflur, tæp 100 gr. af kókaíni og tæp 100 gr. af amfetamíni. Sakborningar voru handteknir og gistu fangageymslur og var sleppt þegar rannsókn málsins var vel á veg komin. Heildarfjöldi fíkniefnamála voru 30 að þessu sinni sem er svipað og undanfarin ár að árinu 2015 undanskildu þegar upp komu 72 mál. Grunur er um sölu- og dreifingu í um fimm þessara mála. Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri.
Tíu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af fimm alvarlegar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Tvö heimilisofbeldismál komu upp og eitt brot gegn valdstjórn þar sem slegið var til lögreglumanna. Málin eru öll í rannsókn. Eitt mál kom upp er varðar eignaspjöll á bifreið og fjögur þjófnaðarbrot er tengdust þjófnuðum á gsm símum.
Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina. �?að var kært aðfaranótt mánudags og átti sér stað skömmu eftir miðnætti. Um tengda aðila er að ræða og fékk þolandi viðeigandi aðstoð. Sakborningur var handtekinn skömmu eftir að tilkynning barst lögreglu. Málið telst upplýst og rannsókn vel á veg komin.
Í tilefni af fréttaumfjöllun um kynferðisbrot á hátíðinni upplýsist að ekki var um kynferðisbrot að ræða í því tilviki þar sem maður var sleginn illa í andlit og höfuð heldur ótta við mögulegt brot.
Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og leysti vel úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. �?að er miður að upp hafi komið afbrot en áhersla var á vönduð og fagleg vinnubrögð vegna þeirra þar sem rannsóknarhagsmunir og hagsmunir brotaþola voru settir í forgang.