Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.

Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum við málverk eftir karla sem Listasafn Vestmannaeyja á aðeins eitt eða fáein verk eftir.

Verk eftirfarandi karla eru að þessu sinni dregin fram: Guðmundur Björgvinsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur S. Gíslason, Höskuldur Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Jón Jónsson, Kristján Magnússon, Pétur Friðrik Sigurðsson, Pocock, A., Stefán Jónsson Stórval, Steingrímur St.Th. Sigurðsson, Torel, B. og Vignir Jóhannsson.

Sýningin stendur fram undir páska, segir í frétt á vefsíðu Safnahúss.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.