Í dag, föstudaginn 5. júlí, kl. 16:30 hefst hátíðardagskrá á Skanssvæðinu í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar og setningu Goslokahátíðar.
Þeir einstaklingar sem eiga þjóðbúninga – karlar sem konur – hvort heldur er íslenski þjóðbúningurinn eða þjóðbúningur annarra landa eru hvattir til að nýta tækifærið og skarta sínu fegursta.
Búið er að lofa frábæru veðri og um að gera að njóta dagsins með þeim hátíðleika og gleði sem Goslok og 100 ára afmæli bæjarins okkar gefa tilefni til.
Gleðilega hátíð!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst