Glæsilegir afmælistónleikar í Íþróttamiðstöðinni

Það er ekkert til sparað á stórtónleikunum í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00 í kvöld, föstudagskvöld. Þeir eru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar og verða hinir glæsilegustu. 

Ekki eru til miðar á seinni tónleikana, klukkan 21.00 en nokkrir miðar eru til á þá fyrri sem byrjar klukkan 18.00. Hægt er að nálgast þá í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar. Húsið verður opnað kl. 17.30 og verður opnað aftur að fyrri tónleikunum loknum.

Mjög er vandað til alls og er komið upp stórt svið og fullkomið hljóðflutningskerfi. Sæti eru á pöllum og stólum á gólfi.

Á tónleikunum koma fram strengjasveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið verður m.a. frumflutt af drengjunum í Hálft í hvoru sem tíðum skemmti Eyjamönnum á síðustu öld.

Um er að ræða sömu dagskrá á báðum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru einkum ætlaðir ungu kynslóðinni og ungu barnafólki, en seinni tónleikarnir fólki eldra en 18 ára.

 

Dagskrá dagsins á Goslokahátíðinni.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.