Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk.

Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður boðið upp á stutt tónlistaratriði.

Veitt verður aðstoð, ef þörf er á, við að setja myndirnar í sýningarhæft form. Áhugaljósmyndurum/bæjarbúum gefst hér tækifæri á því að taka þátt með því hafa samband við neðangreinda einstaklinga.

Við hvetjum sem flesta til að deila á þennan hátt sinni einstöku upplifun á hinu margbrotna viðfangsefni í tilefni af aldarafmælinu.

Fyrir hönd afmælisnefndar:

Kári Bjarnason: 892-9286, kari@vestmannaeyjar.is

Ómar Garðarsson: 695-2878, omar@vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.