Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þar sýna Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson. Er hún að vanda í Einarsstofu og hefst kl. 13.00, laugardag.
Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja hlið. Svabbi kom mörgum á óvart í sumar þegar hann sló upp ljósmyndasýningu í Svölukoti á Goslokahátíðinni í sumar.
Sýningarnar eru orðnar fastur liður hjá fólki sem finnst góð tilbreyting að sjá fallegar myndir, sýna sig og sjá aðra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst