Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband

Um helgina var Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta sinn. Bikarinn er afhentur þeim sem hafa synt Eyjasundið. Fimm einstaklingar hafa synt þetta sund. Fyrstur var Eyjólfur Jónsson í júlí árið 1959. Á þessu ári synti Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem er frænka Eyjólfs, fyrst kvenna þetta sund.

Sigrún og Kristinn Magnússon sem var sá þriðji til að synda sundið voru í Eyjum um helgina og tóku við viðurkenningum frá Vestmannaeyjabæ. Bikarinn og upplýsingaskilti um sundið verða svo til sýnis í Íþróttahúsinu.

Halldór B. Halldórsson var á staðnum og má sjá myndband hans hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.