Sjómannadagurinn 2020
6. júní, 2020

Sjómannadagshelgin er runnin upp og því tímabært að gera upp vertíðina. Fyrir ári síðan spáði ég því, að vegna þess að ekki voru leyfðar loðnuveiðar vertíðina 2019. 

Þá væri augljóst að sú innspýting í lífríkið í hafinu myndi gefa af sér annaðhvort verulega auknar aflaheimildir í bolfiski eða góða loðnuvertíð 2020.

Þegar ég skrifaði þetta fyrir ári síðan hafði ýsukvótinn verið aukinn fyrir það fiskveiðiár um 40% og kvótaleigan á henni komin niður í 15 kr/kg og virkilega bjart yfir fyrir leiguliðann, en ekki leið á löngu áður en tillögur Hafró fyrir þetta fiskveiðiár birtust og með hinu fræga Úpsi! um að Hafró hafði reiknað vitlaust og í framhaldinu var því ýsukvótinn skorinn niður um tæplega 30% fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, sem aftur gerði það að verkum að hæst fór kvótaleigan á ýsu í 300 kr/kg í vetur í aflamarkskerfinu.

Ég hafði ekkert róið síðasta vetur en ég hef hins vegar róið reglulega allt þetta fiskveiðiár og það sem blasir við mér í dag sem veruleiki, er að árið 2007 og 08 var ýsukvótinn í kring um 100 þúsund tonn, en í ár er hann innan við 40 þúsund tonn, en reynslan mín er sú að í ár er meira ýsa á ferðinni hér við suðurströndina, og í raun og veru allt í kring um landið, heldur en árið 2007 og 08 og þegar þetta er skirfað, þá er þrátt fyrir að hægt sé að geyma amk. 25% af kvótanum milli ára, búið að veiða rétt tæplega 90% af úthlutaðum ýsukvóta og enn eru 3 mánuðir eftir af fiskveiðiárinu, svo maður spyr sig: Skyldi koma Úps! aftur.

En loðnan er jú stóra málið hér í Eyjum og gríðarleg vonbrigði að ekki tókst að mæla nóg til þess að veiðar yrðu leyfðar og í raun og veru var afar lítið að sjá af loðnu hérna við suðurlandið, en í nokkur ár hefur Hafró sjálft spáð því að loðnan jafnvel hugsanlega hætti að ganga þessa hefðbundnu leið vegna hlýnun sjávar, sem reyndar er tekinn að kólna aftur, en merkilegt nokkuð, þá fóru að heyrast fréttir bæði í apríl og maí af mikilli loðnu inni á fjörðum fyrir öllu norðurlandi og ekki bara það, heldur líka í Færeyjum og reyndir sjómenn sögðust sjá það að hrigning var í gangi hjá loðnunni í apríl/maí, svo spurningin er, vitum við bara í raun nokkuð?

Þann 17. febrúar sl. birti Magnús Jónsson, veðurfræðingur, athyglisverða grein með fyrirsögninni:

Loðnan og loðin svör

Það sem vekur sérstaka athygli mína í þessari grein er, að þar vitnar Magnús ma. í viðtal við Hjálmar heitinn Vilhjálmsson, fiskifræðing, þar sem fram kemur að talið sé að í fæðu þorskstofnsins sé loðna í kringum 40% og Magnús reiknar síðan, að miðað við að þorskstofninn sé í kringum 1300 þúsund tonn, varlega áætlað, og éti því á árs grundvelli a.m.k. 4 milljónir tonna af loðnu, en síðan kemur áfram í grein Magnúsar þessi setning:

Því er mér algjörlega fyrirmunað að skilja eftirfarandi setningu úr nýlegu rannsóknarriti Hafrannsóknarstofnunnar um stofnmat og líffræði loðnu: Að meðaltali hefur árlegt át þorsks, ýsu og ufsa af loðnu verið metið um 150 þúsund tonn.

Í lokaorðum í grein Magnúsar kemur þetta fram: Er það t.d. sjálfgegið að friða þurfi 400 þúsund tonn af loðnu, þegar þorskurinn einn étur 4 milljónir tonna? Er það líka sjálfgefið að alltaf eigi að nota 20% aflareglu á þorskinn hvort sem stofninn mælist 600 þúsund tonn eða 1300 þúsund tonn?

Hver er skýringin á því að því að rækjustofnar, humarinn, síldin og fleiri stofnar hafa verið á stöðugri niðurleið það sem af er þessari öld og það þrátt fyrir að tillögum og ráðgjöf hafi verið fylgt út í hörgur?

Og hefur það aldrei komið til greina að endurskoða kvótakerfið í ljósi þess að það grundvallaðist í upphafi á því, að við Ísland væri einn þorskstofn, en síðari tíma rannsóknir hafa sýnt fram á að við landið eru margir tugir staðbundinna stofna.

Afar merkilegar hugleiðingar hjá veðurfræðingnum, allavega fannst mér þær vera þannig að ég var tilbúinn að birta þær að hluta til og maður spyr sig líka varðandi þetta með marga þorskstofna, hvort ekki sé sama með loðnuna? Að þar séu jafnvel margir stofnar í gangi? Hver veit? Amk ekki Hafró.

Varðandi framhaldið, þá vona ég svo sannarlega að við fáum góða makrílvertíð í sumar, ekki veitir okkur af, og mig langar að nota þetta tækifæri til þess að skora á uppsjávarútgerðirnar okkar að reyna eftir mesta megni að landa sem mestu hér í Eyjum, því miður er allt of mikið af ungu fólki sem ekki hefur fengið vinnu í sumar. Varðandi næsta fiskveiðiár, þá finnst mér augljóst að framundan séu verulegar auknar heimildir í okkar helstu stofnun, en þar sem þetta þarf allt saman að fara í gegn um nálaraugað hjá Hafró, þá á ég alveg eins von á því, að hér verða allir stofnar skornir niður.

Óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs sjómannadags.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst