Eftir Kastjós þátt gærkvöldsins hafa fjórar verslanir tekið Brúnegg úr sölu, þ.e. Melabúðin, Bónus, Krónan og Hagkaup. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar þáttarins í ljósi þess að Brúnegg ehf. hafa um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og það sem alvarlegra er, gerst uppvís að slæmri meðferð á dýrum en í þættinum var stuðst við um 1000 blaðsíður af skjölum og skýrslum frá Matvælastofnun. Í mörg ár gerði Mat¬væla¬stofn¬un sömu at¬huga¬semd¬irnar við aðbúnað dýr¬anna, meðal ann¬ars að of marg¬ar hæn¬ur væru á hvern fermetra, allt að 15 hænur á hvern fermetra eða 69 prósent fleiri fuglar en mega vera. Loftgæðin voru einnig slæm, loftið þungt og ammoníakslykt sem gerði skoðunarmönnum erfitt fyrir. Undirburður var blautur, fiðurhamur flestra hænanna var slæmur eða mjög slæmur og voru margar hænur daufar og sýndu ekki eðlilegt atferli.
Eggin voru alla jafna seld á tæplega 40% hærra verði en venjuleg búrhænuegg, enda merkt sem vistvæn landbúnaðarafurð. Brúnegg hafa nú breytt merkingum á umbúðum. Ekki er lengur tekið þar fram að fyrirtækið hafi vistvæna vottun. Merki um vistvæna landbúnaðarafurð er þó enn á eggjabökkunum og enn segir að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi í framleiðslunni, þrátt fyrir að annað hafi bersýnilega komið á daginn. Á vef fyrirtækisins segir einnig um eggin að �??þau eru frá frjálsum hænum sem verpa í hreiður og fá einstaklega öflugt og gott fóður, ást og umhyggju.�?? �?rátt fyrir allt þvertekur Kristinn Gylfi Jónsson, annar eignandi fyrirtækisins, fyrir að neytendur hafi verið blekktir.