TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, var í gær kölluð út til Vestmannaeyja þaðan sem hún flutti sjúkling á land í aðgerð. Vegna veðurs var ófært til Eyja og komst sjúkraflugvél Mý- flugs því ekki þangað. Síðla gærdags tók aðeins að lægja og komst TF-Líf í loftið rúmlega hálffimm og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli þremur korterum síðar. �?yrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli og var sjúklingurinn fluttur á Landspítala með sjúkrabíl.