Kl. 13:00 í gær hófst árleg flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja í húskynnum félagsins við Faxastígi 38. Í samtali við Eyjafréttir kvaðst Adólf �?órsson, fyrrum formaður félagsins, vera nokkuð jákvæður fyrir flugeldasölunni og sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af henni í framtíðinni þrátt fyrir nýja reglugerð ESB sem tekur gildi 15. janúar n.k. Með henni verður meira eftirlit með púðurmagni og þess vegna óheimilt að selja stærstu terturnar sem eru til sölu í dag.
Hvernig leggst flugeldasalan í þig? �??Hún leggst bara ágætlega í okkur, veðrið er nú ekki alveg nógu gott eins og staðan er núna en það verður orðið fínt fyrir gamlárskvöld. Einnig eru einhverjar verðlækkanir þannig það er jákvætt,�?? segir Adolf.
Hvernig telur þú að ESB reglugerðin eigi eftir að hafa áhrif í framtíðinni? Hún er alveg óskrifað blað, en ég tel að fólk eigi ekki eftir sjá mikla breytingu á úrvali, fjölbreytnin verður vonandi bara meiri fyrir vikið,�?? segir Adolf.
Að lokum hvetur Adolf Vestmannaeyinga til þess að kom við og versla sér flugelda og að sama skapi fara varlega. �??Við hlökkum til að sjá Vestmanneyinga koma og standa við bakið á björgunarfélaginu með því að versla við okkur og svo vil ég minna fólk á að nota öryggisgleraugun og fara eftir leiðbeiningum.�??