Björgunarsveit Vestmannaeyja hefur um árabil útvegað Íbúum Vestmannaeyja allar þær rakettur og tertur sem til þarf til að fagna áramótum og þrettánda á sem bestan hátt og var engin undantekning gerð á árinu sem var að líða. Arnór Arnórsson, formaður Björgunarsveitar Vestmannaeyja, er því fyrsti Eyjamaður vikunnar árið 2017.
Nafn: Arnór Arnórsson.
Fæðingardagur: 26. júní 1989.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Er í sambúð með Hildi Björk og saman eigum við einn dreng, Bjarka Pál, tveggja ára. Svo eru foreldrar Addi Palli og Svanhildur og þrjú mun eldri systkini.
Draumabíllinn: �?að er góð spurning, en á meðan hann bilar ekki er hann draumabíllinn.
Uppáhaldsmatur: �?að er svo margt sem kemur til greina hér.
Versti matur: Súr matur telst ekki matur.
Uppáhalds vefsíða: Fésbókin skorar hátt hér.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?að fer allt eftir því hvað á að gerast en ég hlusta mikið á íslenska tónlist.
Aðaláhugamál: Björgunarsveitarstarfið er þar mjög ofarlega ásamt sjúkraflutningunum, fjölskyldunni og ferðalögum.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?ann sem fann upp tvinntölur, við yrðum sennilega ekki góðir vinir.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Að horfa inn Yosemite garðinn er virkilega fallegt.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Íþróttasamband Björgunarfélags Vestmannaeyja og Sigdór eða Jóhannes kraftlyftingarmenn.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, alveg laus við það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, læt þær Minnu og Steinu pína mig reglulega áfram í Dugnaði.
Hvernig var árið hjá björgunarsveitinni: Við erum með mjög virka og öfluga unglinga- og nýliðadeild sem hafa staðið sig einstaklega vel. Ekki var mikið um alvarleg útköll hjá okkur og veðrið búið að vera fínt þannig að fokútköll hafa verið fá. Við höfum þetta árið verið að leggja sérstaka áherslu á B.b. �?ór og það hefur komið vel út hjá okkur. �?g held að við getum alveg verið sátt við árið.
Hvernig leggst formennskan í þig hingað til: �?etta leggst bara ágætlega í mig, sem betur fer er góð stjórn með mér í þessu og við erum duglegir að dreifa hlutverkum okkar á milli sem og á aðra félagsmenn.
Var salan í flugeldum góð í ár: Salan var ágæt, aðeins minni en í fyrra en við vonum að þrettándasalan verði góð hjá okkur, það er opið frá kl 13:00 á föstudaginn.
Eigið þið eftir að sakna stóru tertanna: Já, við eigum eftir að gera það og ég held að Vestmannaeyingar flestir eigi eftir að gera það. �?essar stóru tertusölur skipta okkur miklu máli og eru góð % af okkar sölu. En við erum ekki alveg búin að gefast upp með þær og vonum að við fáum allavega 1-2 ár í viðbót með þeim.