Að gefnu tilefni
8. maí, 2021

Á morgun er vika síðan ég sigldi Blíðunni minni til Þorlákshafnar með nýjum eiganda.

Viðbrögð fólks í kring um mig hér í Eyjum eru tilefni þessarar greinar, en ég hef m.a. fengið að heyra: “Hvenær kemur nýji báturinn? Mun nýji báturinn ekki örugglega heita Blíða?” og “Þú ert að ljúga ef þú segist vera hættur.” 

Að mörgu leiti skiljanleg viðbrögð, enda hef ég starfað sem trillukarl nánast óslitið frá 1987, en það er tvennt sem fólk þarf að hafa í huga þegar kemur að því að fá sér bát til þess að róa og hafa tekjur, en ég hef t.d. aldrei farið á strandveiðar, enda stangast þær á við starf mitt sem hafnarvörður, en ég ætla að fjalla aðeins um þessi 2 atriði.

Kvótakerfið

Það er ekkert grín að vera leiguliði og í raun og veru hefði ég sennilega ekkert róið núna á vertíðinni ef ég hefði ekki eignast góðan vin fyrir ári síðan, fiskverkanda uppi á landi sem hefur borgað mér verð á ársgrundvelli, sem er afar sanngjarnt, en þrátt fyrir það var kvótaleigan virkilega farin að gera þetta erfitt, fyrir utan það að sjórinn á Íslandi er alveg smekk fullur af ýsu og enginn ýsukvóti í boði og þegar maður skoðan nýjustu skýrslu Hafró, þá segjast þeir ekki sjá fyrir sér neina verulega aukningu á ýsu í aflaheimildum, eða a.m.k ekki fyrr en eftir 2023.

Þorskurinn er líka farinn niður sl. 2 árin og virðist ekki vera á uppleið, miðað við útreikningar Hafró, en allt gerir þetta það að verkum að kvótaleigan hækkar og þar sem ég er ekki tilbúinn að fara út á sjó og veiða einhverjar tegundir og jafnvel í versta falli henda öðrum, þá fannst mér betra að staldra við núna. 

Hafa verður líka í huga að þegar ég keypti bátinn fyrir liðlega 2 árum síðan, var nýbúið að auka aflaheimildir í ýsu um 40%. Síðan þá hafa aflaheimildir í flest öllum tegundum verið lækkaðar.

En það er önnur ástæða sem kannski hefur enn meira að segja í mínu tilviki.

Bankinn minn

Alveg frá því að ég byrjaði í útgerð 1987 hef ég þurft að leita að fyrirgreiðslu hjá bönkunum og lent í ýmsum hremmingum á þeim tíma.

Bankinn minn í dag heitir Landsbankinn, en var Sparisjóður Vestmannaeyja og ég ætla að fara yfir það sem er búið að gerast síðan 2005.

2005 fór ég niður í Sparisjóð. Það hafði gengið mjög vel hjá mér og ég hafði hug á því að skipta út þeim litla bát sem ég átti þá fyrir stærri og öflugri.

Hitti ég þar fyrir þjónustufulltrúa og lýsti áhuga mínum á þessu, en um leið áhyggjum yfir því hversu háir vextir væru á Íslenskum lánum, en ég hafði einmitt farið illa út úr slíku láni örfáum árum áður.

Þessi þjónustufulltrúi sagði mér að það væri ekkert mál, hann skyldi redda mér láni í erlendum gjaldmiðli. Ég lýsti áhyggjum mínum yfir því ef verðbólga færi af stað og vextirnir á erlendum lánum gætu rokið upp, en þjónustufulltrúinn fullvissaði mig um það, að það væri alveg sama hvað myndi gerast, vextir á hinu erlenda láni yrðu aldrei hærri en með því að taka íslenskt lán, og þar með beit ég á og kokgleypti. 

Vertíðin 2008 var mjög góð hjá mér, en það fóru samt að renna á mig 2 grímur varðandi þetta erlenda lán þegar ég fékk símtal frá þáverandi Sparisjóðsstjóra sem spurði mig að því, hvort ég hefði ekki áhuga á að fara í alvöru útgerð og kaupa mér kvóta og hann skyldi fjármagna kaupin hjá mér. Ég þakkaði fyrir gott boð, en fannst þetta það skrýtið að ég ákvað að láta þetta eiga sig og sem betur fer, því allir vita hvað gerðist haustið 2008 og hagkvæma lánið sem ég tók 2005 endaði ég sennilega með að borga tilbaka amk fjórfalt, ef ekki meira.

Ég tók m.a. þátt í málssókn á vegum LS til þessa að reyna að fá leiðréttingar á þessum lánum og unnum við málið í undirrétti, en töpuðum að sjálfsögðu í hæstarétti.

En þar með var ekki hremmingum mínum gangvart bankakerfinu lokið.

Vertíðin 2016 var ofboðslega erfið. Bæði var erfitt að fá kvóta, verðin lág og á þessum tímapunkti voru veiðigjöldin, sem þá nýlega höfðu verið færð yfir á leiguliða af ríkisstjórn Framsónkar og Sjálfstæðisflokks virkilega farin að bíta í(ég spurði reyndar þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurð Inga, út í þetta hér í Eyjum en hann þóttist ekkert kannast við þetta.)

23. maí var mjög sérstakur dagur hjá mér, en ég hafði árið áður verið greindur með það illa farna mjöðm, að ég fór í aðgerð þennan dag, en áður en að því kom, fór ég niður í banka og óskaði eftir annaðhvort frystingu á mínum lánum, eða þá að þau yrðu sett þá allavega á einhverskonar lægri vöxtum á meðan ég var að ná mér, en því var algjörlega hafnað og mér var tilkynnt að það eina sem mér stæðist til boða væri yfirdráttarlán með hægstum vöxtum til að borga af láninu á meðan ég var að ná mér. 

Á þessum tímapunkti skuldaði ég liðlega 15 milljónir. Nákvæmlega 2 árum seinna þá tókst loksins, með hjálp góðra manna hér í bæ, að selja þennan litla kvóta sem ég átti. Fyrir hann fékk ég liðlega 26 milljónir, en þegar bankinn var búinn að taka sitt, stóðu eftir 3 milljónir. Svo það má með sanni segja að bankinn minn hafi nú verið duglegur gegnum árin að blóð sjúga mig inn að beini.

Þrátt fyrir þetta allt saman, þá ákvað ég nú í vetur þegar tíminn sem ég hafði gefið mér með þennan bát, 2 ár, var kominn, að ræða við núverandi bankastjóra í spjalli á netinu, að þar sem ég væri nú algjörlega skuldlaus við bankann um það, að ef ég hefði áhuga á að fá mér aðeins stærri bát, hvaða fyrirgreiðslur ég gæti fengið?

Svarið var nokkuð skýrt. Þú getur fengið hámark 35% lán ef mér líst á bókhaldið hjá þér og ef þú þarft meira, þá verður þú að veðsetja húsið þitt líka.

Þannig að þegar þessi tvö atriði eru lögð saman, þá held ég að flestir skilji það nú vel að þetta er nú ekkert eins spennandi og sumir halda.

Vissulega verð ég alltaf trillukarl að einhverju leiti og ef ég ætti nóg af peningum, þá væri meira en líklegt að ég myndi kaupa mér einhvern öflugan bát, en svo er ekki og í sjálfu sér er allt sem mælir gegn því, í mínu tilviki, að fara af stað aftur. 

Kvótakerfið, bankinn og ég er að sjálfsögðu í annari vinnu og ekki verður þetta léttara með árunum. Hugurinn er hins vegar til staðar og verður það sjálfsagt alltaf, en í sjálfu sér hef ég lifað lengi vel draum trillukarlsins, en því má heldur ekki gleyma að svo er ég alltaf með uppi í erminni loforð um gott pláss í næsta lífi. Það er vonandi langt í það ennþá.

Þakkir

Mig langar að þakka tveimur aðilum sérstaklega fyrir alla aðstoðina við minn síðasta bát.

Hallgrímur Rögnvaldsson hjálpaði mér alveg gríðarlega og var ómetanlegur í að standsetja bátinn fyrir mig, enda vandamálin gríðarleg í upphafi.

Sama má segja um Þórarinn Sigurðsson sem bjargaði mér eiginlega alveg gagnvart tækjabúnaðinum um borð. Það er ómetanlegt að eiga svona góða vini að.

Blíðuútgerðinni er þar með lokið, a.m.k. í bili.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst