Aukaþáttur vegna Goslokahátíðar í Vestmannaeyjum. Okkur sem stöndum að hlaðvarpinu Vestmannaeyjar – mannlíf og saga langaði að fagna 48 ára goslokaafmæli með sögubroti sem er upptaka af þætti síðan 1983.
Þátturinn nefnist Eldgosið í Heimaey fyrir 10 árum. Þar sem umsjónarmenn Eyjapistils, þeir Arnþór og Gísli Helgasynir rifja upp ýmislegt frá gosinu sem stóð frá 23. janúar til 3. júlí 1973.
Samstarfsmaður við gerð þáttarins, Eldgos í Heimaey fyrir 10 árum, var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og hjálparhella útí Eyjum var Súlli Johnsen.
Fyrir hönd hlaðvarpsins, Vestmannaeyjar mannlíf og saga, þá óskum við Eyjaskeggjum gleðilegra gosloka.
Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst