Á fróðleiksfundi sem KPMG hélt í Alþýðuhúsinu á föstudaginn var farið yfir breytingar sem orðið hafa á skattalögum síðastliðið ár og eldri breytingar sem tóku gildi í byrjun nýs árs. Einnig var farið yfir skattamál sem snúa að einstaklingum og þeim sem eru að leigja út hús eða íbúðir, bæði í skammtíma- og langtímaleigu. �?á var farið yfir mál sem verið hafa í brennidepli, Panama-skjöl, skattaskjól og aflandsfélög sem eru hugtök sem hafa mikið verið í umræðunni. �?á var rætt um skýrslu um aflandsfélög sem nýlega var birt. Var margt athyglisvert sem kom fram.
Helgi Níelsson, forstöðumaður skrifstofu KPMG í Vestmannaeyjum stýrði fundinum. Byrjaði hann fundinn á að kynna nýja bókhaldslausn KPMG, Bókað.is.
Guðrún Björg Bragadóttir sagði frá breytingum á skattalögum einstaklinga þar sem skattþrepin eru nú tvö í stað þriggja áður. Breytingum á útreikningi bifreiðahlunninda og frestun á skattlagningu við nýtingu kaupréttar.
Vaxtabætur voru framlengdar um eitt ár með óbreyttum fjárhæðamörkum. �?ttekt séreignarsparnaðar til greiðslu inn á höfuðstól lána til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota hefur verið framlengd til 30. júní 2019. Jafnframt var hámarksfjárhæð slíkrar skattfrjálsrar úttektar hækkuð. Hjá einstaklingi úr 1,5 milljónum í 2,25 milljónir og hjá samsköttuðu fólki úr 2,25 milljónum í 3,75 milljónir króna.
Við ákvörðun bifreiðahlunninda skal nú miða við kaupverð bifreiðar og aldur.
Skammtíma- og langtímaleiga
Sigrún Rósa Björnsdóttir fór yfir skattlagningu tekna vegna gistiþjónustu og útleigu íbúðarhúsnæðis. Hagnaður af skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis til ferðamanna skattleggst sem atvinnurekstrartekjur í 36,94 eða 46,24% tekjuskatti en langtímaleiga skattleggst sem fjármagnstekjur í 10% skatti. Kynntar voru nýjar reglur um heimagistingu en heimagisting telst leiga á íbúðarhúsnæði í 90 daga eða skemur á ári og leigutekjur undir 2.000.000. Tölulegur samanburður á milli skammtíma- og langtímaleigu bendir til þess að langtímaleiga sé hagstæðari þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta.
Guðrún Björg fór yfir skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og fjallaði einnig um þær lagabreytingar sem gerðar hafa verið 2009 �?? 2016 til að sporna við eignarhaldi í aflandsfélögum.
Fram kom í máli Guðrúnar Bjargar að svo virðist sem stofnun íslensku bankanna í Lúxemborg á aflandsfélögum fyrir viðskiptavini sína hafi verið talin einföld, ódýr og þægileg leið til að halda utan um eignasöfn þeirra. Margir viðskiptavinir íslensku bankanna í Lúxemborg virtust ekki gera sér grein fyrir að þeir væru eigendur félaga í aflandseyjum í Karabíska hafinu, héldu að þeir ættu einungis félög í Lúxemborg.
Allt opið
Guðrún Björg sagði að í dag væri þetta allt opið, ekki einu sinni skjól í Sviss þar sem öll bankaleyndi væri í raun fyrir bí. Frá og með árinu 2017 munu skattyfirvöld tæplega 100 landa skiptast á upplýsingum um innstæður erlendra aðila á bankareikningum í viðkomandi landi. Ísland er eitt af þessum tæplega 100 löndum.
�?að er líka afstætt hvað er skattaskjól og sagði Guðrún Björg að Ísland með sinn 20% skatt á lögaðila geti talist lágskattasvæði í ýmsum löndum þar sem skattar eru hærri. �??Niðurstaðan er að það er varla til neitt sem kalla má skattaskjól í dag, þetta er allt orðið opið,�?? sagði Guðrún Björg.
Að lokum var bent á það sem mögulega verður næsta áfall í skattamálum og skattasiðferði á Íslandi en það er óskráð leiga manna á íbúðum til ferðamanna. Leiddar voru líkur að því að opinberir aðilar verði af allt að 6 milljörðum króna vegna þess að tekjur af slíkri starfsemi eru ekki taldar fram hjá einstaklingum.