Nýja Vestmannaeyjaferjan mun hafa öll sömu leyfi til siglinga og núverandi ferja
CREATOR: gd-jpeg v1.0 (using IJG JPEG v62), quality = 75
CREATOR: gd-jpeg v1.0 (using IJG JPEG v62), quality = 75
Í nýlegri grein, sem birtist m.a. inni á vef Eyjafrétta, fer Georg Eiður Arnarson yfir stöðu mála í Landeyjahöfn þar sem hann rekur ýmsar kjaftasögur sem hann hefur orðið var við í umræðunni. �?að sem vakti mestu athygli hans voru orðrómar um að nýja ferjan fengi aðeins siglingaleyfi til siglinga á A og B svæðum en ekki svokölluðum C svæðum sem hafsvæðið milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar telst til eftir því sem hann veit best. Jafnframt skorar Georg á þá sem betur vita um þessi mál til að svara þessum orðrómum.
Í samtali við Eyjafréttir segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdarstjóri siglingasviðs Samgöngustofu, engan fót vera fyrir þessum kjaftasögum og vísar þeim alfarið á bug. �??Í stuttu máli þá er þetta algjört kjaftæði. Nýja Vestmannaeyjferjan mun hafa öll sömu leyfi til siglinga og núverandi Herjólfur. Auk þess er því haldið fram að hafsvæði milli Eyja og �?orlákshafnar sé hafsvæði C en það er líka rangt. �?að er hafsvæði B og sama gildir um hafsvæði milli Landeyjahafnar og Eyja, það er hafsvæði B frá 1. október til 30. apríl. �?að er nógu erfitt að glíma við Landeyjahöfn eins og hún er þannig að það er engin ástæða til að bæta við kjaftasögum.�??

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.