Einar Gylfi Jónsson: Sunnudagskvöldið orðið að hápunktinum
Ef ég man rétt var þjóðhátíðin eiginlega búin á sunnudeginum hér áður fyrr og sumir tóku saman þá. �?egar ég kom á �?jóðhátíðina 1979 eftir nokkurt hlé var aldeilis orðin breyting á, þökk sé brekkusöngnum.
�?að er óhætt að segja að Árni Johnsen eigi þessa frábæru hefð skuldlaust. Með ólíkindum hvernig honum tókst ár eftir ár að hrífa allan Dalinn með sér. Engin spurning að í hugum margra er sunnudagskvöldið orðið að hápunkti þjóðhátíðarinnar.
Stefán Sigurjónsson: Ein af snilldarhugmyndum Árna
Brekkusöngurinn á sunnudagskvöldi þjóðhátíðar er ein af þessum snilldarhugmyndum sem Árni Johnsen fær í kollinn sinn.
Árni er þekktur fyrir að fá allskonar hugmyndir, en hann er bara þannig að hann framvæmir þær allar , eða næstum því allar. Sunnudagskvöld þjóðhátíðar var svolítið vandræðalegt, �??svona afgangs�?? eins og þingmaðurinn myndi kannski orða það, það vantaði einhvern lokahnykk á þjóðhátíðina.
�?á var alveg tilvalið að kveikja varðeld og spila og syngja saman því það er alltaf svo gaman. Enda er orðið �??brekkusöngur�?? orðið þekkt fyrirbrigði víða um land, jafnvel þó öngvar séu brekkurnar.
Hitt er svo annað mál að Árni hefði átt að hafa vit á því að stíga til hliðar miklu fyrr en hann gerði. �?að komu oft upp pínlegar aðstæður því hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni. �?að var bara sorglegt að vera vitni að því þar sem Árni á brekkusönginn, það verður aldrei frá honum tekið.
Guðrún Erlingsdóttir: Samhljómur þúsunda manna úti í náttúrunni
Brekkusöngur er einn af hápunktum þjóðhátíðar og er einhvern veginn svo samgróinn hátíðinni að það er eins og hann hafi alltaf verið hluti af henni. �?g verð að játa að mér fannst meiri sjarmi yfir brekkusöngnum þegar kveikt var á bál á stóra danspallinum.
Eftirvæntingin hófst þegar byrjað var að hlaða upp bálsköstinn og slökkviliðsbílinn mæti. Svo mætti Árni Johnsen með gítarinn. Einn sláttur og svo byrjaði söngurinn. Samhljómur þúsunda manna úti í náttúrunni með það eitt að markmiði að dvelja í núinu, skemmta sér og syngja saman.
Við megum ekki gleyma okkur þegar kemur að brekkusöngum og þynna hann út í það að verða eins og hver annar brekkusöngur á bæjarhátíðum og útiskemmtunum. �?g er ekki að gera lítið úr þeim söng enda væntanlega afsprengi brekkusöngsins sem Árni Johnsen skapaði og framkvæmdi á �?jóðhátíð 1977. Heldur er ég að benda á það að brekkusöngurinn hefur verið og á að vera áfram mikilvægt verkfæri til þess að viðhalda menningararfi okkar Eyjamanna. �?að er því mikilvægt að mínu mati að undirstaða brekkusöngsins séu Eyjalögin. Að sjálfsögðu í bland við önnur lög, ný og gömul. �?að má heldur ekki gleyma barnalögum í Brekkunni.
Allt hefur sinn tíma og hlutirnir breytast í tímans rás. �?egar Árni Johnsen hætti að stjórna söngnum og Ingó veðurguð tók við fannst mér hann gera það vel. En ég vil hvetja Ingó og þjóðhátíðarnefndina til þess að gleyma ekki upprunanum á sama tíma og fjölbreytni þarf að vera til staðar þannig að allir geti notið þess að taka þátt í brekkusöngnum.
Brekkusöng á þjóðhátíð á Árni Johnsen skuldlausan og hafi hann þökk fyrir allar góðar stundir sem ég hef átt í með fjölskyldu og vinum í samsöng í fallegum fjallasal. Hafi hann einnig þökk fyrir menningararfinn sem brekkusöngur í Dalnum skilur eftir sig.
Bergþóra �?órhallsdóttir: �?á skildi eiginmaðurinn hvað ég átti við með þjóðhátíð
Brekkusöngurinn er eitt af megineinkennum hátíðarinnar og mér finnst hann hápunkturinn. �?að er eitthvað sérstakt við það þegar allur þessi fjöldi tekur þátt og þá finnst mér Eyjalögin alltaf standa upp úr.
Nokkur þjóðhátíðarlög virka vel til fjöldasöngs og eru sungin ár eftir ár og lifa með hátíðinni og jafnvel utan hennar. Söngur sameinar líka fólkið sem kemur víða að og mér finnst mjög gaman að því þegar ég sé gesti taka undir í lögum sem fjalla um mannlífið og náttúruna í Eyjum. �?au eru alveg einstök, eins og Vestmannaeyjar eru. Punkturinn yfir i-ið eru svo blysin í brekkunni sem telja árin sem þjóðhátíðin hefur verið haldin og þjóðsöngurinn sunginn á sama tíma í Brekkunni með stolti og virðingu. �?g vísa í orð mannsins míns þegar hann upplifði stemninguna í brekkunni og blysin í fyrsta skipti “Já, nú skil ég hvað þú átt við með þjóðhátíð – VÁ”.
Biggi Nielsen á Hálsi: Hefð sem þarf að ríghalda í
Í mínum huga er brekkusöngurinn og sú stemning sem skapast í kringum hann einn af hápunktunum á hverri þjóðhátíð. Ef það er hægt að tala um brekkusöng sem vörumerki þá á Árni Johnsen töluvert mikið í því, engin spurning.
�?egar ég upplifði þetta fyrst 1994 þá fannst mér einkenni hvað lagavalið var skemmtilegt og hvernig hann raðaði þessu upp og byggði upp ósvikna gleði.
Aðalmálið í þessu eru réttu lögin í ákveðinni röð og á réttu tempói, ath. rétt tempó, það er jú auðvitað söngurinn, fjöldasöngurinn sem heldur þessu saman.
�?rátt fyrir að Árni væri ekki sá flinkasti í Dalnum á gítarinn þá hafði hann lag á þessu.
�?etta er ein af þessu sterku hefðum sem þarf að ríghalda í. Mér finnst líka að þetta eigi ávallt að vera í höndum heimamanna, það er nóg til af þeim.
Gleðilega þjóðhátíð.
Bjarni �?lafur Guðmundsson: Fyrir mér er þessi stund sú stærsta
Brekkusöngur er einn mikilvægasti þáttur þjóðhátíðar Vestmannaeyja og að mínu mati hefur vægi hans aukist enn meir eftir að dagskrá þjóðhátíðar hefur frekar færst niður í aldri og meira stílað inn á yngri markhóp.
Árni Johnsen á auðvitað hugmyndina af þessu magnaða fyrirbæri en því má ekki gleyma að aðalleikendur brekkusöngsins eru gestir hátíðarinnar og því skiptir mjög miklu máli að þeir taki mjög vel undir í brekkunni. Fyrir mér er þessi stund sú stærsta á hverju ári, því það sem brekkusöngurinn gerir er að sameina kynslóðirnar í söng og sannri gleði og gestirnir sjá um að skemmta sér sjálfir. Árni var auðvitað ótrúlegur á sínum tíma í þessu og lagði línuna.
Ingó vinur minn er að gera þetta mjög vel, enda Eyjamaður í aðra ættina;), en því má ekki gleyma að við eigum hér í Eyjum frábæra listamenn sem myndu einnig alveg geta nelgt þetta.
Hlöðver Guðnason: �?að atriði sem ég myndi aldrei missa af
Í mínum huga er brekkusöngurinn á sunnudagskvöldinu hápunktur og lokahnykkurinn á þjóðhátíðinni. �?að er það atriði í skemmtidagskránni sem ég myndi aldrei missa af. �?ar hefur og ætti sérstaða Eyjamanna að koma fram og fá að njóta sín í Eyjalögunum. �?ar koma Eyjamenn og gestir þeirra saman og syngja saman um ástir og ævintýr og hetjur Eyjanna.
�?essi staður og stund er einstök upplifun og ekkert atriði í skemmtidagskránni slær þetta út. �?ess vegna þarf að passa vel upp á að brekkusöngurinn glati ekki hefðinni fyrir Eyjalögunum á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Mín skoðun er að stór hluti af brekkusöngnum verði Eyjalög í bland við önnur vel þekkt lög. �?arna er lokahnykkurinn á því sem hefur verið að gerjast í hvítu tjöldunum ásamt þeirri tónlistarhefð sem Eyjarnar búa yfir.
Brekkusöngurinn er í raun framhald af þeirri hefð sem hafði skapast í hvítu tjöldunum og þeirri hefð sem hafði myndast löngu fyrir 1977 að stórir hópar og mikill fjöldi hittist uppi í Brekku snemma morguns undir gítarspili og allskonar álsætti og hljóðfæraleik. Oft mynduðust fjölmennir hópar og sátu langt fram eftir morgni uppi í brekku í góðu veðri og mikilli stemmingu.
�?etta voru oft hljóðfæraleikarar sem höfðu verið að spila í hinum og þessum tjöldum inni í Dal. �?egar veður var gott var nóg að lítill hópur startaði brekkusöngnum eða brekkurispu eins og við köllum þetta, snemma morguns sem dró síðan mikinn fjölda að. �?eir sem gátu gutlað eitthvað á gítar eða önnur hljóðfæri æfðu öll þessi lög allt árið og voru tilbúnir í tjöldin og Brekkuna þegar kallið kom. Stundum var búið að semja lag og eða hanna nýja texta við skemmtileg lög.
Árni Johnsen á síðan þessa framsetningu með varðeldinn og svo stóra brekkusönginn skuldlaust og á mikinn heiður fyrir að hafa komið þessu á. Á þessu augnabliki rís þjóðhátíðar- og Eyjasálin hæst og margir tárast svo þegar íslenski þjóðsöngurinn glymur í fjöllunum.