�?egar sólarhringur er í að ræst verði í hlaupið hafa skráð sig 130 manns en þeir koma víða að og eru frá sjö þjóðernum. Einn þeirra er Chizuru Hamasaki sem er fædd í Hiroshima í Japan en hún kom til Eyja í gær með fjölskyldu og vinum og stefnir á að hlaupa 10 km. Að sjálfsögðu nýttu þau tækifærið og fóru að leita af lundapysjum og fundu nokkrar eins og sést á myndinni.
Vantar 14 í að takmarkið náist
Einungis 14 manns vantar til að 150 keppenda markmiðið náist og hvetjum við því alla til að skrá sig í hlaupið en hægt er að gera það inni á
hlaup.is og við Íþróttamiðstöðina á morgun þangað til kl. 11:00. Fyrir þá sem hafa tök á, er æskilegt á að sækja keppnisnúmer og gögn í dag frá 18-20 í Íþróttamiðstöðinni þar sem 80 manns koma með Herjólfi í fyrramálið. í fyrsta sinn verður flögutímataka en það virkar þannig að flögu, sem tekur tímann, er komið fyrir í skó keppenda og er gott að vera búinn að því kvöldið áður.