Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er orðin meðeigandi í Okada Suisan í Japan, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki sem hefur nær 50% hlutdeild á markaði fyrir loðnuafurðir þar í landi. Framkvæmdastjóri VSV segir þetta styrkja og efla sölu- og kynningarstarf vegna íslenskra sjávarafurða yfirleitt á Japansmarkaði.
Okada Suisan er stórveldi í framleiðslu og sölu loðnuafurða í Japan. Fyrirtækið á sjálft fjórar verksmiðjur í Japan, eina í Kína og er að auk í samstarfi við fimm aðrar verksmiður í Kína, Tælandi og Indónesíu.
Fyrirtækið selur loðnu og loðnuafurðir flestum verslunum í Japan, þó aðallega þægindaverslunum sem eru um 50.000 talsins.
Með kaupunum verður VSV þátttakandi í markaðs- og sölustarfi Okada Suisan í Japan og tekur hér eftir þátt í vöruþróunarstarfsemi Okada Suisan vegna markaða í Japan og vonandi víðar í framtíðinni.