Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður og fyrirliði kvennaliðs ÍBV, eða Jenný eins og hún er alla jafna kölluð, byrjaði að æfa handbolta níu ára gömul með ÍR en þar var hún í tvö ár. �?ar hitti Jenný Hrafnhildi Skúladóttur fyrst en sú síðarnefnda var um skeið aðstoðarþjálfari í yngri flokkum félagsins. Eftir nokkurra ára dvöl hjá Fjölni í Grafarvoginum fór Jenný aftur í ÍR þar sem hún tók sín fyrstu skref í meistaraflokki. Blaðamaður settist niður með Jenný og ræddi komandi tímabil.
Hefur komið víða við á ferlinum
Á ferlinum hefur Jenný einnig spilað með Haukum og norska úrvalsdeildarfélaginu Molde en þar spilaði hún í fjögur ár áður en hún tók sér pásu frá handbolta og einbeitti sér að barneignum og námi. �??�?g byrjaði aftur hjá Val árið 2010 og var með þeim þar til ég eignaðist mitt þriðja barn árið 2014. Eftir það sá ég m.a. um markmannsþjálfun hjá Fylki og hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu. Í janúar í fyrra langaði mig síðan til að byrja aftur og spilaði nokkrar leiki með Fylki áður en Hrafnhildur hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki koma til Vestmannaeyja. �?g hafði áhuga á því og lét slag standa,�?? segir Jenný í hraðri yfirferð.
Jenný hefur sömuleiðis spilað yfir 50 leiki með íslenska landsliðinu og farið á tvö stórmót. �??�?g fór bæði á HM 2011 og EM 2012 en HM var klárlega hápunktur ferilsins, það langflottasta sem ég hef tekið þátt í. Reyndar fór ég líka með U-20 landsliðinu á HM í Kína árið 1999 sem var mikið ævintýri en það var í fyrsta skipti sem íslenskt kvennalandslið komst í lokakeppni á stórmóti,�?? segir hin 35 ára gamla Jenný sem hefur greinilega marga fjöruna sopið á löngum ferli.
Meiri breidd en í fyrra
Eins og fyrr segir samdi Jenný við ÍBV fyrir síðasta tímabil og ekki löngu seinna var hún orðin fyrirliði liðsins en áður hafði Ester �?skarsdóttir borið bandið. �??�?að er útaf fyrir sig nóg álag að vera bara leikmaður þannig að þessi ákvörðun var tekin með það í huga að dreifa álaginu betur. �?að er ekki eins og Ester hafi hætt að taka ábyrgð eftir að ég tók við bandinu, ég sinni bara ákveðnum hlutum og hún öðrum og það hefur gengið vel,�?? segir Jenný og bætir við að stemningin í liðinu sé afar góð. �??Við fórum í gegnum lærdómsríkt tímabil í fyrra og rétt misstum af sæti í úrslitakeppninni. Við vorum ákaflega svekktar með uppskeruna eftir veturinn en lærðum eins og ég segi mjög mikið. Leikmenn sem höfðu ekki verið að spila stór hlutverk fengu tækifæri til að spreyta sig og vera 60 mínútna leikmenn. Einnig vorum við líka með leikmenn sem voru að stíga upp úr meiðslum og fyrir vikið var breiddin kannski ekki mikil. Mér finnst breiddin hafa aukist núna og það er mikill hugur í leikmönnum, það vilja allir gera betur og komast í úrslitakeppnina.�??
Nokkrar mannabreytingar
Eftir síðasta tímabil fór portúgalski línumaðurinn Telma Amado aftur til heimalandsins eftir nokkurra ára dvöl á Íslandi. Hin unga �?óra Guðný Arnarsdóttir færði sig einnig um set en hún mun spila með Gróttu á komandi tímabili. �??Á móti kemur Díana Kristín, sem spilaði með Fjölni í fyrra, til okkar, hún er örvhent skytta og það er virkilega góður liðsstyrkur í henni. Einnig fáum við línumann frá Spáni sem heitir Asun. Við vissum ekki beint mikið um hana áður en hún kom en hún hefur komið flott inn í hópinn, bæði sem leikmaður og sem karakter. Svo eru ungir leikmenn eins og Eva Aðalsteinsdóttir, sem var í Fylki í fyrra, að koma sterk inn í þetta sem eykur bara breiddina í liðinu enn frekar,�?? segir Jenný.
Jákvæð æfingaferð til Hollands
�?ið voruð í æfingaferð í Hollandi fyrir skemmstu, stóð hún undir væntingum? �??�?etta var mjög flott ferð, við fengum fullt af góðum æfingum og tvo góða leiki. Við æfðum með hollensku meisturunum þar sem var hátt tempó og mikil keyrsla. Daginn eftir spiluðum við svo æfingaleik við þær sem endaði með jafntefli en hefði hæglega getað endað með sigri hjá okkur. Strax morguninn eftir spiluðum við svo við lið sem endaði í sjötta sæti í hollensku deildinni í fyrra og unnum þær með níu marka mun. �?etta gaf okkur góða sýn á hlutina og margt mjög jákvætt við þessa tvo leiki,�?? segir Jenný.
Vill gera heimavöllinn að gryfju
ÍBV er spáð þriðja sætinu í ár en svo lengi sem liðið kemst í úrslitakeppnina þá er fyrirliðinn sáttur. �??�?að skiptir ekki öllu hvort við endum í þriðja eða fjórða sæti. Svona spár eru ekki mjög áreiðanlegar þar sem margt getur breyst á skömmum tíma. Mér finnst við hins vegar vera lið sem á að geta verið í topp fjórum sætunum, hvort sem það númer eitt, tvö, þrjú eða fjögur. Maður vill bara komast í úrslitakeppni og eiga möguleika á því að spila um stóra titilinn,�?? segir Jenný sem að lokum hvetur alla til að mæta á leiki í vetur. �??Við viljum spila hraðan bolta og skemmta áhorfendum, þannig að ég hvet alla til að mæta og hjálpa okkur að gera þetta að gryfju og erfiðum heimavelli. �?egar við finnum að við höfum stuðninginn á bak við okkur þá er allt hægt í þessu.�??